Haldið verður málþing um kynheilbrigði fimmtudaginn 23. mars 2023 í Eirbergi á Landspítala Hringbraut, stofu 103, kl. 15:00 til 16:00.
Yfirskrift málþingsins er „Kynheilbrigðisþjónusta á Landspítala“ og það er á vegum þverfræðilegs fagráðs Landspítala og hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands.
Fundarstjóri er Katrín Hilmarsdóttir.