„Réttindi og siðfræðileg álitamál í umönnun einstaklinga með heilabilun“ er yfirskrift námskeiðs sem heilabilunareining Landspítala Landakoti stendur fyrir þriðjudaginn 18. apríl 2023 og endurtekur degi síðar.
Námskeiðið 18. apríl verður í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, kl. 13:00-16:00.
Námskeiðið verður svo endurtekið þar miðvikudaginn 19. apríl á sama tíma, kl. 13:00-16:00.
Lokadagur skráningar er 14. apríl 2023
Dagskrá
12:45 Skráning
13:05 Er sjálfræði mögulegt hjá einstaklingum með heilabilun: Ástríður Stefánsdóttir læknir og dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið HÍ
13:40 Réttindi og álitamál frá sjónarhorni lögfræðinnar
14:15 Kaffihlé
14:35 Hulda Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og heilabilunarráðgjafi, Sjúkrahúsinu á Akureyri: Hlutverk og hugleiðingar heilabilunarráðgjafa
15:10 Sjónarhorn aðstandenda:
15:45 Fyrirspurnir og umræður
Þátttökugjald er kr. 6.000 staðgreitt. Hægt verður að greiða með korti á staðnum.
Skráning með tölvupósti á gudlaugg@landspitali.is og skal þar koma fram eftirfarandi: Nafn og kennitala þátttakanda, ef vinnustaður greiðir fyrir þá þarf einnig að koma fram nafn og kennitala viðkomandi stofnunar og hver er ábyrgur fyrir greiðslu. Reikningur verður sendur til viðkomandi stofnunar eftir námskeiðið. Mikilvægt að það komi fram hvorn daginn beðið er um. Starfsfólk Landspítala greiðir ekki fyrir þátttöku.