Fagráð hjúkrunar á lyflækningakjarna stendur fyrir árlegu málþingi sínu um hjúkrun 27. apríl 2023 sem að þessu sinni er tileinkað minningu Hildar Einarsdóttur hjúkrunarfræðings.
Málþingið verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut og auk þess streymt á Facebook spítalans. Aðgangur er ókeypis og ekki þörf á skráningu.
Hildur Einarsdóttir átti farsælan feril sem hjúkrunarfræðingur. Sérgrein hennar var hjúkrun nýrnasjúklinga og hún var lengi deildarstjóri skilunardeildar Landspítala. Hún var einnig atkvæðamikil í félagsstörfum, bæði meðal nýrnahjúkrunarfræðinga og innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Hildur var fædd 26. janúar 1958. Hún lést 5. september 2022.