Halldóra Hálfdánardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri HERU sérhæfðrar líknarþjónustu Landspítala frá 1. apríl 2023.
Halldóra lauk BSc námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000, diplómanámi í krabbameinshjúkrun frá HÍ 2006, MSc námi í hjúkrunarstjórnun frá HÍ 2010 og námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Endurmenntun HÍ 2020.
Hún hefur unnið sem verkefnastjóri á Landspítala frá 2021, var deildarstjóri á leitarstöð Krabbameinsfélagsins 2018-2020 og deildarstjóri á krabbameinslækningadeild 11E frá 2012 til 2018.
Halldóra er formaður Fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga og hefur unnið mikið með Evrópusamtökum krabbameinshjúkrunarfræðinga.
HERA sérhæfð líknarþjónusta Landspítala