Vinna við úrbætur í ferli tilvísana innan Landspítala er eitt af forgangsverkefnum á spítalanum nú um stundir, segir Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga. Hún snúist um að skýra ferlið, bæta það, einfalda og samræma þvert á stofnunina og í samskiptum við heilbrigðiskerfið allt.
Tilvísanar hafa til þessa verið á ýmsu formi, þar á meðal pappírsformi, en nú stefnir í það að ferli þeirra verði rafrænt.
Í meðfylgjandi myndskeiði segir Tómas Þór frá þessu.