Frá ónæmisfræðideild:
Tekið hefur verið í notkun nýtt frumuflæðisjártæki á ónæmisfræðideild. Um leið verður skipt um aðferð við deilitalningu eitilfruma sem gefur sambærilegar niðurstöður og eldri aðferðin. Prófið er IVD vottað og okkur eru gefnar vonir um að það verði IVDR vottað innan tíðar en það er krafa sem verið er að gera á öll „ in vitro diagnostic medical devices“ próf til að standast faglegar kröfur skv. Evrópureglugerð (Regulation (EU) 2022/112).
Vegna þessara breytinga þarf að framkvæma prófið innan 24 klst. frá blóðtöku sem þýðir eftirfarandi;
1) Ekki verður tekið á móti sýnum fyrir frumurannsóknir á föstudögum eftir kl. 12:00 þar sem þessi próf eru einungis unnin á dagvinnutíma. Til að sýni berist deildinni innan tilskilins tíma þarf að taka þau fyrir kl 10:00 á föstudögum.
2) Sýni sem berast eftir kl 12:00 á föstudögum ónýtast og verða ekki unnin nema í undantekningartilvikum og þá verður að hafa samráð við deildina fyrir fram.
3) Ef óskað er eftir frumurannsóknum á öðrum sýnategundum en blóði, eða ef gera á virknipróf, þarf að hafa samband við deildina fyrir sýnatöku.
Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga ónæmisfræðideildarinnar (s. 543 5800).
Virðingarfyllst,
Inga Skaftadóttir líffræðingur
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir yfirlæknir