Frá farsóttanefnd Landspítala:
Grímuskylda á Landspítala í umgengni við sjúklinga er í sífelldri endurskoðun og henni verður aflétt við fyrsta tækifæri. Fjöldi greininga á öndunarfæraveirum í samfélaginu og fjöldi smita innan Landspítala verður hafður til hliðsjónar við þá ákvörðun. Markmiðið með grímuskyldu er að draga úr líkum á dropasmiti milli sjúklinga, starfsmanna og aðstandenda.
Mikið hefur verið um öndunarfæraveirusýkingar eftir að aðgerðum til að takmarka útbreiðslu COVID-19 var hætt. Þannig hefur greinst mikið af inflúensu, RSV, hMPV og öðrum öndunarfæraveirum í samfélaginu og á Landspítala á síðustu vikum, mánuðum og ári. Einnig er nú faraldur af völdum Gr. A streptococca í samfélaginu og hafa margir lagst inn með alvarlegar sýkingar vegna þeirrar bakteríu, bæði börn og fullorðnir og mörg þeirra þurft á gjörgæslumeðferð að halda.
Þessar örverur smitast með dropa- og snertismiti og því er ávinningur af grímuskyldu á Landspítala og er það í samræmi við ráðleggingar sóttvarnastofnunar Evrópu[1].
________________________________________
[1] https://www.ecdc.europa.eu/en/publications-data/considerations-infection-prevention-and-control-practices-relation-respiratory