Farsóttanefnd hefur lokið við fyrri skýrslu sína um viðbrögð Landspítala við heimsfaraldri COVID-19.
Skýrslan nær frá þeim degi er farsóttanefnd spítalans hóf formlegan undirbúning fyrir faraldurinn í janúar 2020 og til þess dags er þriðja bylgja faraldursins skall á samfélaginu og þar með Landspítala í kringum 20. september 2020.
Gerð er grein fyrir undirbúningi og viðbrögðum hvað varðar mönnun, aðstöðu, birgðir og tæki ásamt skjalfestingu alls verklags sem varð að vera skýrt og samræmt frá upphafi. Þá er því lýst hvernig viðbrögðum Landspítala var stjórnað, upplýsingum miðlað, starfsemi og skipulagi breytt og gerð grein fyrir meginatriðum þess lærdóms og þekkingar sem varð til á þessu tímabili.
- Skýrsla um tímabilið frá 20. september 2020 til ársloka 2022 er í smíðum og væntanleg á næstu vikum.
- Athugasemdir við efnistök og innihald skulu berast til formanns farsóttanefndar, Hildar Helgadóttur hjúkrunarfræðings.
Faraldur SARS-CoV-2 á Íslandi
- COVID-19 frá 21. janúar til 19. september 2020
Viðbrögð Landspítala við fyrstu og annarri bylgju heimsfaraldurs