Hátíðarathöfn vegna útskriftar úr starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum á Landspítala var 20. janúar 2023.
Á útskriftarathöfninni í Hringsal voru útskrifaðir fjórir hjúkrunarfræðingar og ein ljósmóðir úr starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum.
Þetta tveggja ár starfsnám er á vegum menntadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Markmið þess er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala og þjálfun í eftirtöldum fimm meginhlutverkum sérfræðinga í hjúkrun/ ljósmóðurfræðum:
- Klínískt starf
- Kennsla og fræðsla
- Ráðgjöf
- Rannsóknir, gæða og þróunarstörf
- Fagleg þróunVinnur
Alls hafa útskrifast 50 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður úr starfsnáminu og bættust 5 við þann hóp við þessa útskrift en 15 eru nú í náminu.
Að þessu sinni útskrifuðust:
Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir. Vinnur á fæðingarvakt kvenna og barnaþjónustu og hefur sérhæft sig í fæðingarhjálp með áherslu á bráðaæfingar og úrlestur fósturhjartsláttar.
Helga Ýr Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur. Vinnur á hjartadeild 14EG og göngudeild hjartsláttartruflana og hefur sérhæft sig í hjúkrun sjúklinga með gáttatif.
Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunarfræðingur. Vinnur í líknarráðgjafarteymi Landspítala. Hennar sérhæfing er líknarmeðferð en einnig hefur hún skoðað sérstaklega áhrif virðingar á andlega líðan sjúklinga.
Snædís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Vinnur á göngudeild taugasjúkdóma þar sem sérsvið hennar er Parkinson og skyldir sjúkdómar.
Vigdís Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur. Vinnur á sáramiðstöð, sérsvið hennar er sérhæfð sárameðferð en hún hefur lagt sérstaka áherslu á hjúkrun sjúklinga með brunasár.
Við útskriftina fluttu ávörp þau Katrín Blöndal kennslustjóri, Ólafur Guðbjörn Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar, Auðna Ágústsdóttir, fyrrverandi umsjónarmaður námsins, og Þorbjörg Sóley Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun. Að lokinni afhendingu viðurkenningarskjala sem Hrund Sch. Thorsteinsson deildarstjóri sá um, var boðið upp á veitingar.
Meðfylgjandi eru myndir frá athöfninni í þessari röð: Katrín, Halla Ósk, Helga Ýr, Katrín Edda, Snædís, Vigdís, Þorbjörg Sóley, Ólafur G. og Auðna.
.