Unnið er að því að bæta þjónustu öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala eftir ábendingar í úttektum sem gerðar voru á starfsemi deildanna.
Markmið með endurbótunum er að endurhæfa fólk á báðum deildum til að geta farið aftur út í lífið.
Um þetta er fjallað í meðfylgjandi myndskeiði.
Viðmælendur:
Eyrún Thorstensen deildarstjóri réttargeðdeildar
Davíð Ólafsson sjúkraliði á öryggisgeðdeild
Glóey Runólfsdóttir ráðgjafi á réttargeðdeild
Sigurður Páll Pálsson yfirlæknir réttargeðdeildar
Öryggisgeðdeild er fyrir alvarlega geðsjúka einstaklinga sem þurfa sérhæfða langtímameðferð og hafa ekki getað nýtt sér önnur úrræði geðþjónustunnar.
Réttargeðdeild er sérhæfð deild sem meðhöndlar ósakhæfa geðsjúka einstaklinga og endurhæfir þá aftur út í samfélagið.