Vísindaráð Landspítala auglýsir eftir tilnefningum um heiðursvísindamann Landspítala 2023. Skilafrestur rennur út 24. febrúar 2023. Tilnefna má þá sem hafa aðalstarf sitt á Landspítala og hafa ekki áður verið heiðraðir með titlinum
Vísindaráð Landspítala hvetur þá sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna á spítalanum til að senda inn tilnefningar um heiðursvísindamann 2023. Heimilt er að tilnefna sjálfan sig og er sérstaklega hvatt til þess. Við valið er lagt mat á vísindaferil viðkomandi og árangur vísindarannsókna hans eða hennar ásamt frumleika og sjálfstæði í vísindarannsóknum. Einkum er horft til fjölda birtra vísindagreina í virtum erlendum vísindatímaritum og fjölda tilvísana í þær, fjölda greina þar sem viðkomandi er fyrsti eða síðasti höfundur og fjölda tilvísana í þær greinar, öflunar stórra styrkja hérlendis og erlendis og þátttöku og árangurs í alþjóðlegu samstarfi. Einnig er litið til framlags til eflingar vísinda og vísindamenningar innan Landspítala. Er það m.a. metið út frá grósku vísindastarfs viðkomandi innan spítalans, greinafjölda sem byggja á rannsóknum vísindamannsins innan spítalans og fjölda tilvitnana í þær greinar sem og fjölda útskrifaðra meistara- og doktorsnema.
Tilnefningum skal fylgja ferilskrá og ritalisti viðkomandi vísindamanns ásamt staðfestum og hreinsuðum Google Scholar tengli. Einnig skal fylgja rökstuðningur fyrir því af hverju ætti að heiðra tilnefndan sem heiðursvísindamann Landspítala 2023.
Tilnefningum er skilað með tölvupósti til visindarad@landspitali.is merktum „Heiðursvísindamaður 2023“.