Þverfaglegur verkefnishópur á Landspítala vinnur að því að innleiða samtal um meðferðarmarkmið fyrir sjúklinga með langvinna, lífsógnandi sjúkdóma og eru í þjónustu á spítalans.
Rannsóknir benda til að samtal um meðferðarmarkmið snemma í sjúkdómsferli bæti lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra, dragi úr að veitt sé meðferð sem skilar litlum árangri og dragi úr innlögnum. Samtal sjúklings, aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks um meðferðarmarkmið er skilgreint sem ferli til að draga fram lífsgildi sjúklings, óskir hans og markmið meðferðar áður en hann verður of veikur til að tjá sig eða taka slíkar ákvarðanir. Samtalið þurfi að fara fram nokkrum sinnum í sjúkdómsferlinu og alltaf þegar breyting verður á ástandi sjúklings.
Í meðfylgjandi myndskeiði er sagt frá uppbyggingu samtalsins, hvaða fyrirmynd var notuð og hvaða reynsla er fengin nú þegar búið er að prófa samtalið á einni starfseiningu Landspítala.
Viðmælendur:
Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarþjónustu Landspítala
Kristín Lára Ólafsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun hjá líknarráðgjafateymi Landspítala
Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir, sjúkrahúsprestur á Landspítala