Dr. Rannveig J. Jónasdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hefur verið skipuð forstöðumaður fræðasviðs í gjörgæsluhjúkrun frá 29. desember 2022. Þetta er í fyrsta skipti sem forstöðumaður görgæsluhjúkrunar er sérstaklega skipaður en forstöðumenn fræðasviða eru sameiginlegir starfsmenn Landspítala og Háskóla Íslands.
Rannveig lauk doktorsnámi árið 2017 í hjúkrunarfræði og heilbrigðsivísindum frá hjúkrunarfræðideild og læknadeild Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í hjúkrun gjörgæslusjúklinga á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi og lektor í hjúkrunarfræði við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Í störfum Rannveigar hafa rannsóknir, kennsla og stefnumótun á klínískum vettvangi einkum beinst að heilsu og bata sjúklinga eftir útskrift af gjörgæsludeild. Rannveig stýrir MS námi í gjörgæsluhjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala og er leiðbeinandi nemenda í BS og MS lokaverkefnum og doktorsnámi.