GLIMS rannsóknarkerfi sýkla-, veiru-, og ónæmisfræðideilda verður uppfært helgina 14. til 16. janúar 2023. Um er að ræða umfangsmikla uppfærslu.
Vinna við uppfærsluna hefst kl. 21:00 laugardaginn 14. janúar og búast má við að uppsetningu ljúki mánudaginn 16. janúar kl. 12:00. Hugsanlega verður kerfið opnað fyrr.
Viðbúið er að svör við fjölda rannsókna tefjist.
Sendar verða út tilkynningar á tölvur spítalans (Deskalert) áður en kerfið fer niður og þegar það verður tilbúið til notkunar eftir uppfærslu.
Uppfærslan hefur áhrif á Cyberlab kerfið sem er svara- og beiðnakerfi framangreindra rannsóknarstofa. Ekki verður hægt að senda rafrænar beiðnir fyrir sýkla-, veiru- og ónæmisfræðirannsóknir né fyrir sýkladeild Sjúkrahússins á Akureyri meðan á uppfærslu stendur. Hins vegar verður hægt að skoða svör sem komin voru inn í kerfið fyrir kl. 21:00 laugardaginn 14. janúar. Bent er á að nota pappírsbeiðnir ef gera þarf beiðnir í millitíðinni. Hægt er að nálgast beiðnablöð í Þjónustuhandbók rannsókna undir Fagfólk á forsíðu vefs Landspítala.