Námskeið um hjúkrun sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð hefur verið haldið á Landspítala á vegum krabbameinsþjónustunnar síðan 2002. Í desember 2022 var námskeiðið haldið í 35. sinn með þátttöku 17 hjúkrunarfræðinga.
Samtals komu á námskeiðið 10 frá Keflavík, Akureyri, Norðfirði, Vestmannaeyjum og Selfossi en aukin áhersla er á að geta veitt krabbameinslyfjameðferð í heimabyggð sjúklinga. Þetta er tveggja daga grunnnámskeið, ætlað nýliðum og byggir á námskrá US Oncology Nursing Society.
Ríflega 200 hjúkrunarfræðingar innan og utan Landspítala hafa sótt námskeiðið og stór hluti þeirra hefur lokið verklegri þjálfun með skilgreindum hæfniviðmiðum.