Vísindasjóður Landspítala auglýsir eftir umsóknum um styrki til vísindaverkefna og til nýsköpunarverkefna. Frestur til að senda inn umsókn rennur út á miðnætti 31. janúar 2023.
Hver styrkur er að hámarki tvær og hálf milljón og skal ekki sækja um hærri upphæð.
Umsóknir þurfa að vera í samræmi við leiðbeiningar og reglur Vísindasjóðs Landspítala.
Umsóknum er skilað í gegnum rafrænt styrkumsjónarkerfi Landspítala.
- Ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar um gerð umsókna fyrir styrkjaflokk A - styrki til vísindarannsókna
- Ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar um gerð umsókna fyrir styrkjaflokk G - nýsköpunarstyrki.
Vísindaráð Landspítala hefur umsjón með mati á umsóknum til sjóðsins.
Ef frekari upplýsinga er vant má hafa samband við Valgerði M. Backman, verkefnisstjóra hjá vísindaráði Landspítala (visindarad@landspitali.is), sími 543 1410 / 8646147.