Neyðarmóttakan í Fossvogi á að verða fyrirmynd samræmds verklags vegna þjónustu við þau sem leita til heilbrigðisstofnana vegna kynferðisofbeldis. Starfshópur um mótun slíks verklags leggur til að verklag neyðarmóttökunnar verði innleitt á allar heilbrigðisstofnanir. Skýrslan hefur verið birt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Samræmd heilbrigðisþjónusta vegna kynferðisofbeldis - frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins