Landspítali og Þjóðkirkjan bjóða syrgjendum til samveru í Háteigskirkju fimmtudagskvöldið 1. desember 2022, kl. 20:00. Komið verður saman til að eiga nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur stýrir samverunni.
Svavar Knútur flytur nokkur lög.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala flytur ritningarlestur.
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur flytur hugvekju.
Kordía, kór Háteigskirkju, flytur fallega tónlist undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur.
Kirkjugestum gefst færi á að tendra kertaljós á minningarstund.
Léttar veitingar eftir samveruna.