Ákveðið hefur verið að hraða orkuskiptum á bílaflota Landspítala þannig að hann verði að fullu rafknúinn 2024, samtals um 40 bílar. Síðastliðið vor var útboð á fyrstu 17 bílunum og strax á nýju ári verður boðinn út seinni hluta flotans. Fyrstu 5 bílarnir eru komnir.
Orkuskiptin á bílaflotanum draga úr kolefnisspori spítalans, rekstrarkostnaði, loftmengun og gjaldeyrisnotkun. Árlega mun losun CO2-ígilda minnka um 100 tonn. Landspítali setti sér loftslagsmarkmið 2016 og hefur dregið úr losun um 40% síðan þá. Þetta er einn liður í því.
Hvers vegna orkuskipti?
- Í samræmi við áherslur ríkisins um að hraða orkuskiptum hér á landi.
- Í samræmi við umhverfisstefnu spítalans og samþykkt framkvæmdastjórnar.
- Leiðir til um 20 m.kr. sparnaðar á ári.
- Minnkar kolefnislosun spítalans um 100 tonn á ári.
Umhverfismál á Landspítala og loftslagsmarkmið