Hópur björgunarsveita-, slökkviliðs og lögreglumanna safnaðist saman á þyrlupallinum í Fossvogi sunnudaginn 20. nóvember 2022 til að minnast fólks sem hefur orðið fórnarlömb umferðarslysa hér á landi. Undanfarinn áratug hafa að meðaltali 11 manns látið lífið í umferðinni hér á landi árlega.
Við þessa athöfn voru einnig Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, fulltrúar frá samgöngustofnunum og stjórnkerfi auk stjórnenda og starfsmanna Landspítala og fleiri.
Forsetinn og heilbrigðisráðherrann fluttu ávarp eftir að Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti samkomuna. Jónína Snorradóttir frá Vestmannaeyjum sagði sögu sína tengda banaslysi sem varð og tengdist henni.
Að alþjóðlega minningardeginum um fórnarlömb umferðarslysa hér á landi standa Samgöngustofa, innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Landsbjörg, lögreglan og Vegagerðin. Minningarstundin á þyrlupallinum hefur verið árlegur viðburður en féll niður í þrjú ár vegna heimsfaraldurs Covid-19.
Minningarathafnir í tilefni dagsins voru ekki aðeins í Fossvogi heldur einnig á níu öðrum stöðum á landinu. Sjá hér nánar á vef Stjórnarráðs Íslands.