Árleg vika vitundarvakningar um sýklalyfjanotkun er 18. til 24. nóvember 2022. Evrópudagur vitundarvakningar er 18. nóvember ár hvert og þann dag stendur sóttvarnalæknir fyrir málþingi um sýklalyf og sýklalyfjaónæmi.
Markmiðið með vitundarvakningunni um sýklalyfjanotkun er að vekja athygli á þeirri hættu sem mönnum stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum og hvetja til ábyrgrar notkunar sýklalyfja.
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) bendir á að útbreiðsla ónæmra sýkla meðal sjúklinga í Evrópu færist í aukana. Jafnframt lýsir stofnunin yfir því að sýklalyfjaónæmi sé meiri háttar lýðheilsufræðilegt viðfangsefni.
- Málþing á sýklalyfjadeginum 18. nóvember 2022
- Microguide - vefur á Landspítala um sýklalyfjanotkun
- Sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun - Embætti landlæknis
- European Antibiotic Awareness Day 2022
Vitundarvika um notkun sýklalyfja 2022
- eftir Má Kristjánsson, forstöðumann lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala.
Vitundarvika um notkun sýklalyfja 2022 - um vandamálið, hvernig notkun sýklalyfja stuðlar að vandanum og hvernig hægt er að stuðla að skynsamlegri notkun lyfjanna (pdf)
- eftir Má Kristjánsson, forstöðumann á Landspítala, og Harald Briem fyrrverandi sóttvarnalækni.