Í tilefni af alþjóðadegi iðjuþjálfa 27. október 2022 ætla iðjuþjálfar á Landspítala að vekja athygli á starfi sínu með ýmsum hætti.
Iðjuþjálfar á Landspítala eru 31 á sex starfsstöðvum; í geðþjónustu Kleppi/Laugarási, barna- og unglingageðdeild BUGL, Grensási, Fossvogi, Hringbraut og Landakoti.
Iðjuþjálfahópurinn er fjölbreytilegur og sinnir fólki í bráða- og endurhæfingarþjónustu spítalans. Markmið iðjuþjálfunar er að efla og viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri færni í daglegu lífi.
- Iðjuþjálfar á Kleppi/Laugarási vekja athygli á starfinu með veggspjöldum og póstum á samfélagsmiðlum. Einnig ætla þeir að bjóða upp á súkkulaði með gagnlegum slagorðum um sérþekkingu iðjuþjálfa í matsalnum á Kleppi fimmtudaginn 27. október frá klukkan 12:00-13:00.