Jóhanna Ólafsdóttir tók tímabundið við stöðu yfirljósmóður á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda þann 1. september 2022.
Jóhanna lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og námi í ljósmóðurfræðum frá sama skóla árið 2012. Hún lauk námi til til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands árið 2007, meistaragráðu í ljósmóðurfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2019 og MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Háskólanum á Bifröst árið 2021.
Jóhanna starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild og á heilsugæslu. Hún var ljósmóðir á Landspítala á árunum 2012-2014 en eftir það ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi auk þess að sinna kennslu við raungreinadeild Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.