„Sýnum lit“ er yfirskrift á „bleiku málþingi“ um brjóstakrabbamein sem verður fimmtudaginn 20. október 2022, kl. 17:00-18:30.
Málþingið er á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Krabbameinsfélagsins. Það verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 og í streymi á streymisveitu Krabbameinsfélagsins.
Á málþinginu verður meðal annars sagt frá Brjóstamiðstöð Landspítala og Krabbameinsgáttinni sem er rafræn samskiptagátt fyrir krabbameinssjúklinga. .
Dagskrá
- Setning: Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna
- Reynslusaga: Guðrún Kristín Svavarsdóttir
- Brjóstamiðstöð Landspítala, framfaraskref í heilbrigðisþjónustu: Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, yfirlæknir á Landspítala, og Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
- Krabbameinsgáttin: Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun á Landspítala
- ,,Mín leið" - mat á námskeiði fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini: Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
- Áttavitinn – kynning á niðurstöðum: Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
- Reynslusaga: Ásdís Ingólfsdóttir
- Umræður
- Veitingar