Á Landspítala er nú mjög mikið álag, sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Því getur reynst nauðsynlegt að forgangsraða eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er.
Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda getur búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað.
Yfirlit um heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu.
Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins:
Kvöld- og helgarvakt læknavaktar
Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-22:00 og um helgar frá kl. 9:00-22:00.
Símavakt allan sólarhringinn
Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.
Þjónustuvefsjá á Heilsuveru
Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis