Kolbrún Pálsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir kvensjúkdómateymis Landspítala.
Kolbrún lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2004 og sérfræðinámi í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 2011. Hún starfaði á kvennasviði Karolinska sjúkrahússins sem sérfræðingur fram till ársins 2014 er hún hóf störf og nám við undirsérgrein krabbameinsskurðlækninga kvenna við sama sjúkrahús þar sem hún var þar til í maí 2022.
Kolbrún lauk doktorsprófi frá Karolinska Institutet í júní 2019 og hefur eftir það verið virk í klínískum rannsóknum samhliða starfi sínu í Stokkhólmi. Kolbrún hóf störf á Landspítala í ágúst 2022 og tekur við starfi yfirlæknis kvensjúkdómateymis Landspítala 1.október 2022. Markmið hennar í starfi verður að efla teymisvinnu ásamt því að auka aðgengi sjúklinga að þjónustu.