Kristján Óskarsson hefur verið endurráðinn yfirlæknir barnaskurðlækninga á Landspítala.
Kristján lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990 og sérnámi í barnaskurðlækningum á barnaskurðdeild Rigshospitalet í Danmörku. Hann hlaut sérfræðingsréttindi á Íslandi árið 2001. Kristján hefur starfað á Landspítala frá árinu 2001, fyrst sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum en síðan í október 2017 sem yfirlæknir barnaskurðlækninga. Hann hefur stundað kennslu heilbrigðisstarfsfólks, sinnt vísindastörfum samhliða starfi og verið aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 2017.