Í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum 29. september 2022 vekja starfsmenn hjartarannsóknarstofu Landspítala athygli á fólki sem er með gang- eða bjargráð og ætlar að stinga sér til sunds laugardaginn 24. september því til stuðnings. Söfnunarfé áheitasunds rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda
Starfsfólk hjartarannsóknarstofu Landspítala hefur mikið við og tileinkar hátíðarhald vegna alþjóða hjartadagsins gang- og bjargráðsfólkinu sem er í eftirliti hjá því.
Göngudeild gangráða, eða „gangráðseftirlitið“ eins og það er kallað í daglegu tali, er hluti af hjartarannsóknarstofunni 10G. Á deildinni starfa 9 lífeindafræðingar, náttúrufræðingur, lífeindafræðinemi, 5 sjúkraliðar, 4 geislafræðingar og ritari við margvíslegar rannsóknir.
Í september taldist starfsfólki gangráðseftirlitsins til að þar væru 2.685 með gangráð og 462 með bjargráð í virku eftirliti eða alls 3.147 einstaklingar. Því fer fjarri að skjólstæðingarnir séu allt aldraðir, aldursbilið spannar allt frá ungabörnum til elstu manna.
- Starfsmenn hjartarannsóknarstofu hyggjast stinga sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur kl. 10:00 laugardagsmorguninn 24. september og synda boðsund, 5 metra fyrir hvern einstakling með gang- eða bjargráð sem er í eftirliti þar eða alls 15.750 metra. Þangað er hægt að koma og hvetja sundfólkið og busla sig þannig í sameiningu í gegnum þetta fram eftir degi!
- Hægt er að heita á sundhópinn með frjálsum fjárframlögum inn á reikning, bankanúmerið er 537-14-408511 kt: 281058-2829.
- Söfnunarfé áheitasundsins rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda: Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.