Ísland, Noregur og Danmörk hlutu ný evrópsk verðlaun fyrir fyrsta samnorræna lyfjaútboðið, þar sem umhverfiskröfur voru í forgangi.
Verðlaunin nefnast „The European Healthcare Procurement Awards 2022“ og voru veitt á ráðstefnu í Brussel sem haldin var 20. og 21. september. EHPPA - European Health Public Procurement Alliance og Health Proc Europe standa að baki verðlaununum.
Verkefnið hlaut verðlaunin í flokknum „Innovation & Procurement Excellence“ með þeim orðum að það væri framúrskarandi, áhrifaríkt, skalanlegt og hvetjandi fyrirmynd fyrir aðrar stofnanir.
Amgros (innkaupasamband lyfja í Danmörku) veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd þjóðanna þriggja.
Nánar er fjallað um málið á vefsíðum Sykehusinnkjöp og Amgros, sjá hér:
https://sykehusinnkjop.no/nyheter/europeisk-pris-for-felles-nordiske-miljokriterier
Europæisk pris for nordiske miljøkriterier - Amgros
European award for joint Nordic environmental criteria - Amgros