Dögg Hauksdóttir forstöðumaður aðgerðarsviðs Landspítala, ásamt yfirlæknum og deildarstjórum kvenna- og barnaþjónustu, tóku 8. september 2022 á móti stjórn Hringsins, kvenfélags í langþráðri heimsókn. Stjórnin afhenti þar gjafabréf fyrir 8 milljónum króna sem notaðar voru við endurbætur á aðstandendaíbúð Barnaspítala Hringsins við Eskihlíð í Reykjavík. Íbúðin er notuð af fjölskyldum barna sem eru í langri og oft erfiðri meðferð á Barnaspítala Hringsins. Einnig gaf stjórn Hringsins bókina um sögu kvenfélagsins Hringsins sem spannar starf þess í meira en heila öld.
Hringurinn er helsti bakhjarl Barnaspítalans. Félagið var stofnað árið 1904 en það hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.
Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins.
Á myndinni eru Dögg Hauksdóttir forstöðumaður kvenna- og barnasviðs og Anna Björk Eðvarðsdóttir formaður Hringsins.
Vefur Hringsins