Sjúkraþjálfarar um heim allan taka höndum saman 8. september ár hvert og vekja athygli á starfi sínu og hlutverki í heilbrigðiskerfinu.
Á degi sjúkraþjálfunar 2022 beinist athyglin að slitgigt og hlutverki sjúkraþjálfara í forvörnum vegna hennar og við meðhöndlun fólks með slitgigt.
Í tilefni dagsins hefur Heimssamband sjúkraþjálfara - World Physiotherapy gefið út margskonar fræðsluefni um slitgigt, meðal annars það sem hér er birt.