Hópur fjórða árs hjúkrunarnema frá Háskóla Íslands sem er að hefja fyrsta klíníska nám vetrarins á Landspítala hefur aldrei verið stærri. Hjúkrunarnemarnir eru 125 og útskrifast þeir í júní 2023.
Undanfarin ár hefur hjúkrunarnemum fjölgað talsvert, bæði hjá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.
Árlega koma á Landspítala um 1.900 nemar í ýmsum greinum heilbrigðisvísinda þannig að spítalinn er með stærri „skólum“ á landinu.
Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við Eygló Ingadóttur, hjúkrunarfræðing og verkefnastjóra á menntadeild Landspítala, sem og hjúkrunarfræðinemana Kristófer Kristófersson og Lovísu Snorradóttur.
Leit
Loka