Starfsemi brjóstaskurðlækninga flyst 1. september 2022 frá kviðarholsskurðlækningum yfir á Brjóstamiðstöð Landspítala. Brjóstaskurðlækningar verða þar með sjálfstæð sérgrein innan brjóstamiðstöðvararinnar undir krabbameinskjarna aðgerðarsviðs.
Þessi skipulagsbreyting er liður í að samþætta þjónustu við greiningu, meðferð og eftirlit brjóstmeina og jafnframt til að styrkja og efla starfsemi Brjóstamiðstöðvar Landspítala. Yfirlæknir brjóstaskurðlækninga frá 1. september verður Svanheiður Lóa Rafnsdóttir brjóstaskurðlæknir.
Brjóstamiðstöð Landspítala var formlega stofnuð 1. júní 2022. Svanheiður Lóa er yfirlæknir hennar, deildarstjóri er Kristjana G. Guðbergsdóttir.