Eydís Ingvarsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á skurðstofum á Landspítala Fossvogi frá 1. september 2022.
Eydís útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2003. Að námi loknu starfaði hún á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri til ársins 2006 þegar hún hóf störf á skurðstofum þess. Hún lauk diplómanámi í skurðhjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2010, meistaranámi í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri 2016 og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2022.
Eydís hóf störf á skurðstofum á Landspítala Fossvogi 2018 og hefur gegnt stöðu sérfræðings í skurðhjúkrun frá 2020 ásamt námsumsjón og kennslu í diplómanámi í skurðhjúkrun við Háskóla Íslands.