Bergþóra Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri svæfingar á Landspítala Hringbraut frá 1. september 2022.
Bergþóra útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2007. Hún starfaði að því loknu á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi þar til hún útskrifaðist sem svæfingahjúkrunarfræðingur frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2012.
Auk þess að vera svæfingahjúkrunarfræðingur á svæfingadeild Landspítala Fossvogi hefur hún starfað á norskum gjörgæslu- og vöknunardeildum á Sykehuset Telemark og Ullevål sykehus, OUS. Hún er nú innköllunarstjóri fyrir sérgreinar lýtaskurðlækninga og heila- og taugaskurðlækninga.
Bergþóra hefur setið í ritstjórn Tímarits hjúkrunarfræðinga, í stjórn Vonar styrktarfélags skjólstæðinga gjörgæsludeildar í Fossvogi og einnig í stjórn fagdeildar svæfingahjúkrunarfræðinga.