Meðferðarkjarni Landspítala við Hringbraut er byrjaður að rísa úr jörðu, verða sýnilegur og taka á sig mynd. Þetta er stærsta byggingin í því mikla verkefni sem unnið er að á vegum Nýs Landspítala ohf. við Hringbraut til að bæta húsakost Landspítala og heilbrigðisvísindadeilda Háskóla Íslands. Stefnt er að því að meðferðarkjarninn verði tekinn í notkun 2025-2026.
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók þessar myndir 15. ágúst 2022 og þær sýna glöggt hversu umfangsmiklar framkvæmdirnar eru við meðferðarkjarnann. Auk þess hefur að undanförnu verið í gangi jarðvegsvinna vegna bílastæða og tæknihúss. Þeim framkvæmdum á að ljúka á haustdögum.