Forseti Íslands sæmdi í dag Má Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala, fálkaorðunni fyrir störf að smitsjúkdómum og viðbragði við COVID-19. Már veitti fálkaorðunni viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2022.
„Ég lít svo á að ég sé að veita viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd starfsmanna Landspítala sem hafa unnið þrotlaust starf að skipulagningu, greiningu, meðferð og eftirfylgd viðbragðs vegna heimsfaraldurs COVID-19. Mér hefur hlotnast sá heiður að vera í forsvari fyrir ykkar hönd á þeim athyglisverðu tímum sem við lifum. Fyrir það er ég þakklátur og fyrir hönd frábærs starfsfólks Landspítala veiti ég orðunni viðtöku. Hún er hins vegar okkar allra,“ sagði Már Kristjánsson af þessu tilefni.
Landspítali óskar Má til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.