Frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala:
Sjúklingum með COVID-19 fjölgar nú hratt á Landspítala. Í dag,16. júní 2022, eru 30 sjúklingar inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Þessi fjölgun sjúklinga er í takt við mikla fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu
Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Landspítala að bregðast við með eftirfarandi hætti og taka ráðstafanir tóku gildi kl. 12:00 í dag, fimmtudaginn 16. júní:
- Öllum starfsmönnum og gestum ber að nota grímu á spítalanum
- Heimsóknartími takmarkast við einn gest í eina klukkustund
- Sýnataka verður fyrir starfsfólk Landspítala kl. 10:00 í Birkiborg dagana 17. til 19. júní. Hægt að skrá sig vegna þess í Heilsuveru.