Fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga sett á fót í anda fjarþjónustunnar í Covid-19 faraldrinum.
Fjarþjónusta bráðadagadeildar lyflækninga á Landspítala tekur við símtölum frá tilvísandi læknum á Læknavakt, heilsugæslum, öldrunarstofnunum og sjúkraflutningamönnum. Markmiðið er að koma sjúklingum i viðeigandi þjónustu hratt og vel en án viðkomu á bráðamóttöku.
Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala, segir að þetta bæði bæti þjónustu við sjúklinga en jafni líka álagið á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Talið er að með þessu gæti komum sjúklinga þangað fækkað um 10-15%.