Farsóttanefnd Landspítala vekur athygli á fræðslusíðu um apabólu sem sett hefur verið upp á vef Embættis landlæknis.
Apabóla er þekktur og landlægur sjúkdómur í Afríku en hefur að undanförnu verið að greinast í allmörgum Evrópulöndum og grunur leikur á hann hafi nú náð hingað til lands.
Á vefsíðu Embættis landlæknis um apabólu eru bæði upplýsingar fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk auk þess sem vísað er í erlendar leiðbeiningar.
Mynd af vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO