Blóðbankinn er með langa söfnunardaga á mánudögum og fimmtudögum og hafa blóðgjafar nýtt þá daga vel til að koma að gefa blóð.
Hins vegar hafa frá páskum og fram yfir hvítasunnu 2022 verið margir frídagar á mánudögum og fimmtudögum. Því hefur Blóðbankanum gengið illa að halda uppi nægilega stórum lager af rauðkornum til að tryggja öryggi sjúklinga.
Nú er staðan grafalvarleg og lagerstaðan mjög lág.
Blóðbankinn beinir því til blóðgjafa að koma að gefa en bóka tíma fyrst, annað hvort með því að hringja eða senda tölvupóst, sjá blodbankinn.is