Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómalækningum, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska kennslu í starfi á Landspítala árið 2021. Bráðamóttaka Landspítala Fossvogi hlaut viðurkenningu fyrir að skara fram úr í kennslu sérnámsgrunnslækna.
Læknar í sérnámsgrunni á Landspítala tilnefndu 44 lækna og 16 deildir/teymi þegar þeir svöruðu vefkönnun um besta kennarann og bestu námsdeildina fyrir lækna í sérnámsgrunni árið 2021. Viðurkenningar voru afhentar að viðstöddu fjölmenni þann 3. júní 2022 á móttökudegi fyrir nýja sérnámsgrunnslækna. Hekla Sigurðardóttir og Ólöf Ása Guðjónsdóttir, sem ljúka sérnámsgrunni í sumar, afhentu viðurkenningar ásamt Ingu Sif Ólafsdóttur yfirlækni sérnámsgrunnslækna.
Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómalækningum, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska kennslu í starfi og bráðamóttakan í Fossvogi fyrir að skara fram út í kennslu sérnámsgrunnlækna. Hjalti Már Björnsson sérfræðilæknir tók á móti þeirri viðurkenningu.
Af öðrum læknum sem tilnefndir voru má nefna Hjalta Má Björnsson og Eggert Eyjólfsson, sérfræðilækna í bráðalækningum, og af deildum smitsjúkdómadeildina í Fossvogi og Barnaspítala Hringsins.
Myndir fyrir ofan: Rakel Sigurðardóttir, Hjalti Már Björnsson, Bryndís Sigurðardóttir og Ólöf Ása Guðjónsdóttir við móttöku kennsluviðurkenninganna.
Mynd fyrir neðan: Sérnámsgrunnslæknahópurinn.