„Landspítalaappið“ er smáforrit sem verið er að þróa á Landspítala fyrir sjúklinga á spítalanum.
Í appinu er ýmsum upplýsingum úr rafrænum kerfum miðlað beint til sjúklingsins til að bæta upplifun hans, auka öryggistilfinningu og geri honum jafnvel kleift að taka virkari þátt í eigin meðferð.
Landspítalaappið er enn á tilraunastigi og ekki komið í almenna notkun. Fólk sem kemur í valkvæðar skurðaðgerðir hefur verið að nota appið og sjúklingar bráðamóttökunnar eiga nú kost á því líka ef þeir eru með snjallsíma og rafræn skilríki. Þess er vænst að jafnvel frá hausti 2022 geti allir sjúklingar á Landspítala, sem kæra sig um, notað appið.
Í meðfylgjandi myndskeiði segir Arnar Þór Guðjónsson yfirlæknir frá Landspítalaappinu en hann hefur tekið þátt í að þróa það ásamt sérfræðingum á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala.