Fyrsti árlegi „Geðdagurinn“ var haldinn þann 20. maí 2002 frá kl 9:00 til 16:00 á Hótel Natura. Markmið með honum er að kynna vísinda- og nýsköpunarstarf í geðþjónustu Landspítala. Skráðir þátttakendur voru 190 sem sýnir að áhugi á framþróun í geðheilbrigðismálum er mikill.
Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, opnaði daginn og sagði frá framtíðarsýn og þróunarverkefnum þjónustunnar.
Gestafyrirlesari var Unnur Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði, sem kynnti gögn úr rannsókn á áfallasögu kvenna sem sýndu skýr tengsl áfalla og langvinnra sjúkdóma, bæði geðsjúkdóma og líkamlegra sjúkdóma.
Á eftir fylgdu 17 erindi um þróunarverkefni og nýjungar í geðþjónustu og vísindarannsóknir. Fjallað var um nýjungar í meðferð áfalla, um stöðu rannsókna á meðferð með psilocybin, nýtt starf jafningja í geðþjónustu, vitræna endurhæfingu, starfsendurhæfingu og skapandi greinar, hvaða vímuefni finnast í notuðun sprautunálum, tíðni og algengi geðrofssjúkdóma, þróun þjónustu í farsóttarhúsi og fleira.