Kristjana G. Guðbergsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri brjóstaskimunar og göngudeildar brjóstamiðstöðvar á Landspítala frá 1. maí 2022.
Kristjana lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2004. Hún lauk diplómanámi í sálgæslufræðum frá HÍ árið 2010 og námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ árið 2021.
Kristjana hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá árinu 2004,lengst af á blóðlækningadeild. Hún var deildarstjóri á blóðlækningadeild frá árinu 2011 og á sameinaðri deild blóð- og krabbameinslækninga árin 2019-2020. Frá hausti 2020 hefur Kristjana starfað sem hjúkrunarfræðingur á göngudeild. brjóstamiðstöðvar