Ellefu einstaklingar voru heiðraðir og sex teymi á ársfundi Landspítala í Hringsal 13. maí 2022. Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála og Runólfur Pálsson forstjóri kynntu hin heiðruðu og veittu þeim viðurkenningu.
Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri. Við valið er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu Landspítala - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Allir starfsmenn Landspítala eiga kost á að vera heiðraðir, ekki aðeins þeir sem eiga langan starfsaldur að baki
Í valnefnd vegna heiðrana voru Gunnar Ágúst Beinteinsson framkvæmdastjóri mannauðsmála, María Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu aðgerðasviðs, Páll Helgi Möller, yfirlæknir á aðgerðarsviði, Viktor Smári Hafsteinsson, mannauðsráðgjafi á þjónustusviði og Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir, verkefnastjóri á skrifstofu mannauðsmála.
Starfsmaður nefndarinnar var Heiðdís Lóa Óskarsdóttir, mannauðsráðgjafi á skrifstofu mannauðsmála.
Einstaklingar
Alda Steingrímsdóttir geislafræðingur
Árný Skúladóttir lífeindafræðingur
Bjarnveig Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur
Einar Stefánsson yfirlæknir
Guðlaug H. Ingvarsdóttir, sjúkraliði og lagerstjóri
Guðlaug Pálsdóttir ljósmóðir
Guðrún Bergmann Gísladóttir skrifstofumaður
Kristinn Sigvaldason yfirlæknir
Kristín Halla Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur
Ólöf Jónsdóttir læknaritari
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari
Teymi
Gló Thao thanh Ðo og Margrét Kristín Jónsdóttir matartæknar
Hjartadeild
Hrafnhildur L. Baldursdóttir og Eiríkur Jónsson, deildarstjóri og yfirlæknir á göngudeild þvagfæra/þvagfæralækningar
Launadeild
Smitsjúkdómadeild
Sýkla- og veirufræðideild
Umsagnir og myndir
Myndir af hinum heiðruðu og umsagnir (8,5 MB)