„Á þessum ársfundi veltum við upp framþróunarverkefnum í kjölfar faraldurs COVID-19. En við þurfum líka að takast á við eftirköst faraldursins sem snúa að starfsfólkinu okkar. Margir eru úrvinda eftir tveggja ára þrotlausa baráttu og þarfnast sárlega hvíldar. Við erum ekki ein á báti hvað þetta varðar því að í öðrum löndum hefur orðið mikið brottfall úr röðum starfsmanna vegna streitu og kulnunar. Óhætt er að segja að staðan á Landspítala sé sérlega viðkvæm vegna manneklu og verkefna úr hófi. Við þessu verðum við að bregðast. Hlúa þarf vel að starfsfólkinu og auka velsæld með því að hyggja að bæði líkamlegum og andlegum þáttum.“
Ávarp Runólfs Pálssonar forstjóra á ársfundi Landspítala 13. maí 2022