Vika hjúkrunar er haldin hátíðleg um heim allan dagana í kringum 12. maí sem var fæðingardagur Florence Nightingale, upphafskonu nútíma hjúkrunar.
Á Landspítala var ákveðið að leggja að þessu sinni áherslu á fagfólk sem er tiltöluleg nýtt í sínu fagi eða nýbúið að ljúka námi.
Í vikunni eru birta þrjú myndskeið sem lúta að þessu; viðtöl við sjúkraliða, nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga og erlenda hjúkrunarfræðinga. Þessi viðtöl gefa örlitla innsýn í þann fjölbreytta hóp sem sinnir hjúkrun.
Á Landspítala starfa nú um 250 hjúkrunarfræðingar með erlent ríkisfang og koma þeir frá fjölmörgum löndum. Hér er viðtal við tvo þeirra í tilefni af alþjóðadegi hjúkrunar 12. maí.
- Jessica Lohane Sales Soares lærði hjúkrun í Brasilíu en fékk íslenskt hjúkrunarleyfi eftir dálitla skriffinsku. Hún hefur dvalið hér í 4 ár og starfar á lungnadeild A6.
- Wendill Galan Viejo lærði hjúkrun á Filippseyjum. Hann hefur dvalið hér í 7 ár og starfar á gjörgæslunni í Fossvogi.