Vísindasjóður Landspítala úthlutaði verkefnastyrkjum til vísindamanna á spítalanum á Vísindum á vordögum 4. maí 2022.
Vísindasjóði barst 91 umsókn um styrki árið 2022. Heildarfjárhæð styrkumsókna nam tæpum 164 milljónum króna.
Úthlutað var styrkjum til 78 verkefna að þessu sinni, alls tæplega 93 milljónum króna.
Vísindasjóður Landspítala veitir árlega allt að 100 milljónir króna í vísindastyrki til starfsmanna spítalans. Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla vísindarannsóknir á Landspítala.
Vísindaráð Landspítala ber ábyrgð á og hefur umsjón með faglegu mati á þeim umsóknum sem berast sjóðnum.
Styrkveitingar úr Vísindasjóði Landspítala vorið 2022