Þrjú bestu veggspjöld vísindaverkefna á uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, Vísindum á vordögum, í Hringsal 4. maí 2022, voru verðlaunuð sérstaklega. Verðlaunahafarnir voru Sylvía Ingibergsdóttir, Jenny Lorena Molina Estupian og Maríanna Garðarsdóttir.
Verðlaunin fyrir bestu veggspjöldin eru styrkur í formi endurgreiðslu á kostnaði verðlaunahafanna vegna kynningar/ferða á verkefnum sínum, allt að 150.000 krónur. Verðlaunahafar tóku á móti viðurkenningarskjölum og kynntu veggspjöld sín á veggspjaldasýningunni.
Verðlaunaveggspjöldin voru valin úr 38 innsendum veggspjöldum vísindarannsókna árið 2022. Vísindaráð Landspítala hafði veg og vanda af mati ágripa sem bárust og vali á verðlaunahöfunum.
Veggspjöld verðlaunahafanna:
Jenny Lorena Molina Estupian: mmCT and dmLT confer vaccine dose sparing effects on protective antibody response in neonatal mice
Maríanna Garðarsdóttir: Kerfislæg æðakölkun veldur skerðingu á blóðflæði til heila
Sylvía Ingibergsdóttir: Árangur hugrænnar atferlismeðferðar fyrir háskólanemendur sem greindir hafa verið með ADHD
Öll veggspjöldin á Vísindum á vordögum 2022